Í miðborg Reykjavíkur verður afmarkað svæði lokað fyrir allri almennri umferð ökutækja frá 15. maí kl. 23:00 til 17. maí kl. 18:00. Afmarkað svæði næst Hörpu verður jafnframt lokað fyrir hjólandi og gangandi umferð.

Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram því gera má ráð fyrir umferðartöfum vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga – ekki síst flugfarþega.

Rafhlaupahjól Hjól rafhlaupahjólaleiganna verða ekki virk innan svæðisins á meðan á lokuninni stendur. Ekki eru aðrar takmarkanir á gangandi og hjólandi umferð fyrir utan svæðið í kringum Hörpuna.

Drónar Flug almennra dróna verður með öllu óheimilt í miðborg Reykjavíkur, í kringum flugvelli og meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí kl. 08:00 til 18. maí kl. 12:00.

Þjónusta við borgara Nánari upplýsingar fyrir íbúa, rekstraraðila og aðra sem þurfa að gera ráðstafanir vegna þessara lokana má finna á   heimasíðu Stjórnarráðsins . Upplýsingar um ferðir strætó 15. til 17. maí má finna   á heimasíðu Strætó.  

Kort sem sýnir götulokanir og áhrifasvæði banns við drónaflugi má finna hér fyrir neðan.